23
Jul 18

Virkilega gaman að sjá þennan gæðing kominn á keppnisbrautina á ný með nýju eigendunum sinum.
Simbi frá Ketilsstöðum í fimmta sæti í tölti í barnaflokki á Íslandsmótinu. Simbi var fermingagjöf Berglindar Rósar dóttur Bergs og hefur staðið sig frábærlega í keppni hjá henni og okkur í mörg ár. Í vetur tók Berglind þá ákvörðun að selja hann þar sem hún var byrjuð í háskólanámi. Við vorum svo heppin að Linda Helgadóttir og fjölskylda í Keflavík eignuðust hann, en að þessu sinni var knapinn Glódís Líf Gunnarsdóttir. Simbi er 17 vetra sonur Ljónslappar frá Ketilsstöðum og Kjarks frá Egilsstaðabæ.

{gallery}Simbi 2018{/gallery}