23
Jul 18

Var að fá þessar myndir af Álfakletti frá Syðri-Gegnishólum, en hann er sonur Álfadísar frá Selfossi og Stála frá Kjarri.
Á nýafstöðnu Landsmóti hlaut hann 8,53 í aðaeinkunn og fimmta sætið í flokki 5 vetra stóðhesta. Fyrir sköpulag hlaut hann 8,65 þ.a. 9,0 fyrir höfuð, bak og lend og 9,5 fyrir samræmi.
Fyrir hæfileika fékk hann 8,45 þ.a 9,0 fyrir skeið og 8,5 fyrir tölt, vilja og fegurð í reið. Þessi fallegi,hávaxni, léttbyggði og efnilegi hestur er nú að sinna hryssum. Við hlökkum til að hefja þjálfun á ný því við væntum mikils af honum í framtíðinni. Takk Bjarney Anna Þórsdóttir fyrir að taka þessar fallegu myndir.

{gallery}Alfaklettur fra Sydri-Gegnisholum{/gallery}