20
Feb 11

Í dag var frábært veður, minnti helst á vorveður og eins og vanalega þegar gott veður er koma margir í heimsókn. Þar á meðal kom Guðbrandur Stigur Ágústsson, hann á hjá okkur eina hryssu á fjórða vetri, en það er hún Álöf frá Ketilsstöðum undan Hefð frá sama bæ og Álfi frá Selfossi. Ég notaði tækifærið og smellti einni mynd af þeim félögum með hryssum sinum. En þær eru sammæðra og undan þeim hálfbræðrum Álfi og Álfasteini og fannst okkur við hæfi að stilla þeim upp undir myndinni af ömmu sinni henni Álfadísi frá Selfossi. 

 

gubr.s_og_bergur_003

 

 

 

 

 

 

 

 

Bergur með Drift og Guðbrandur Stigur með Álöfu.