22
Jul 11
 
 

Flugnir var sýndur í 6 vetra flokki á Landsmótinu, kom inn á mót með 8,26 og hækkaði sig svo upp í 8,33 á mótinu. Flugnir er sonur Framkvæmdar frá Ketilsstöðum og Andvara frá Ey. Framkvæmd er undan Hugmynd frá Ketilsstöðum og Hrafni frá Holtsmúla. Bakvið Hugmynd er m.a Máni frá Ketilsstöðum og á bakvið  Andvara er m.a Orri frá Þúfu og Dreyri frá Álfsnesi.

Flugnir var fyrst sýndur þegar hann var fjögurravetra, og fékk hann 8,11 í aðaleinkunn, m.a 9,0 fyrir skeið. Í fyrra þegar hann var fimm vetra var hann ekki sýndur, við reyndum tvívegis að þjálfa hann upp eftir pestina en hann var einfaldlega ekki búinn að jafna sig. 

Flugnir er þriðja afkvæmið hennar Framkvæmdar sem hlýtur 9,5 fyrir skeið, en Djörfung Álfasteinsdóttir hlaut 9,5 fyrir skeið og vilja og 8,68 fyrir hæfileika aðeins fjögurra vetra gömul, Minning dóttir Gusts frá Hóli, fékk 9,5 fyrir skeið og 9,0 fyrir fet og vilja þegar hún var fimm vetra.

Tvívegis keppti Bergur á Flugni í gæðingaskeiði í ár, fyrst í vor í meistaradeildinni  og hlutu þeir þá 6,88 og 7.sætið, svo tóku þeir þátt á Íslandsmótinu og hlutu 7,00 í einkunn, en þá var hann reyndar alveg kraftlaus, líklega þreyttur eftir Landsmótið. 

Flugnir verður þjálfaður næsta vetur, með keppni og líklega kynbótadóm í huga, við teljum að  hann geti orðið öflugur í keppni i fimmgangsgreinum og svo verður hann örugglega sýndur í kynbótadóm aftur, þó það sé ekki nema til að hækka brokkið, sem okkur finnst vera hart dæmt.

Til gamans má nefna að systir hans, Minning sem er orðin 8 vetra og búin að eiga þrjú folöld verður höfð geld með keppni í huga. Þannig að á næsta ári ættum við að getað tekið aðeins meira þátt í fimmgangsgreinum ef vel gengur.

 

Hér er dómurinn sem Flugnir hlaut á landsmótinu,

 Sköpulag: 8,5  8  8,5  8  8,5  7,5  9  7  Samtals 8,23

Hæfileikar: 8,5  7  9,5  7,5  9  8  8,5  Samtals 8,40 Hægt tölt 8 Hægt stökk 7 Aðaleinkunn: 8,33

 landsmt11_0389,5 fyrir skeið

 landsmt11_635Úr ræktunnarbúsyningunni
 landsmt11_0427,0 fyrir brokk  landsmt11_171Daníel Jónsson klikkar ekki
 landsmt11_044-18,5 fyrir tölt

 landsmt11_784 "Showtime" Daníel á Flugni og Þórður á Brimni í stuði.

            Myndir : Gangmyllan