11
Dec 12

Á þessu ári eins og á öðrum höfum við selt töluvert af hrossum til útlanda. Síðustu hrossin til að fara frá okkur á þessu ári eru þau Vestri frá Hellubæ og Sena frá Ketilsstöðum.

Vestra áttum við Ína á Hellubæ saman. Hann er sonur Vöku frá Hellubæ og Suðra frá Holtsmúla. Vestri er fjórgangari,  hann fór í fyrstu verðlaun fjögurra vetra gamall og í ár var kepppt á honum í fyrsta sinn. Hann varð í þriðja sæti í fjórgangi í Mosfellsbæ og í sjöunda sæti á Suðurlandsmótinu á Hellu, ekki slæm byrjun það. Kaupandi hans er Anna Talos í Austurríki.

Sena frá Ketilsstöðum er fimm vetra fjórgangshryssa undan 1.verðlauna Orradótturinni Brá frá Ketilsstöðum og Ljóna frá Ketilsstöðum. Sena er ósýnd því miður en hún var blóðjárnuð svo illa í maí að hún missti allt sumarið og kom þess vegna ekki til sýninga. Sena er efnileg klárhyssa með tölti og kaupandi hennar er Anne Guro Mathisen í Noregi. Freyja okkar mun aðstoða hana við þjálfun fyrst um sinn og verður stefnt með hana í kynbótadóm í Noregi komandi vor.

IMG 3563-2 IMG 3531 IMG 3616 Sena des12 051 Sena des12 037   Vestri, knapi Elin Holst og Sena knapi Olil Amble  Myndir: Gangmyllan