31
Jul 13

 Sýndum sjö hross á miðsumarssýningu á Hellu í síðustu viku.  Bóla frá Syðri Gegnishólum er undan Grýlu frá Stangarholti sem er undan Spurningu frá Kleifum og Kolfinni frá Kjarnholtum. Kolfinn þarf vart að kynna en Grýla er m.a. móðir Álfadísar og er Bóla fimmta afkvæmi hennar til að fara yfir 8,0 í aðaleinkunn.

Faðir Bólu er Vakar frá Ketilsstöðum sem er með 8,25 í aðaleinkunn, m.a. sex x 9.0 í hæfileikadóm, móðir hans er heiðursverðlaunahryssan Vakning frá Ketilsstöðum og faðir er Brjánn frá Reykjavík, sem er búinn að standa sig frábærlega í íþróttakeppni í Þýskalandi undanfarin ár.

Bóla er fjögurra vetra gömul, efnileg alhliðahryssa, dómurinn hennar varð þannig: 

Sköpulag: 7,5  8,0  8,5  8,0  7,5  8,0  8,0  7.0  Samtals 7,89

Kostir: 8,5  8,0  7,5,  8,0  8,5  8,5  7,5  Samtals 8,17

Hægt tölt 8,0 og hægt stökk 8,0  Aðaleinkunn 8,06 

Miðssumarsyning hella 2013 027 Miðssumarsyning hella 2013 021 Miðssumarsyning hella 2013 028

Bóla frá Syðri Gegnishólum, knapi Jakob Sigurðsson  Myndir: Gangmyllan