01
Aug 13

Fróði frá Ketilsstöðum er fjögurra vetra alhliðahestur undan Framkvæmd frá Ketilsstöðum og Álfi frá Selfossi. Framkvæmd er undan Hugmynd fra sama bæ og Hrafni frá Holtsmúla. Álfur frá Selfossi er undan Orra frá Þúfu og Álfadísi frá Selfossi og það vill svo til að öll þessi hross eru með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Það getur verið erfitt fyrir ungan hest að standa undir þessum væntingum enda gerði hann það ekki að þessu sinni.Sýningin gékk ekki alveg upp, þótt að ég haldi að ekki hafi verið erfitt að sjá í honum hestefnið, enda bullandi rúmur á öllum gangi. Skeiðið tókst ekki í þetta sinn og varð dómurinn hans svohljóðandi:

Sköpulag: 8,0  8,0  8,0  8,0  8,0  7,5  8,0  8,0  Samtals 7,96

Kostir: 8,0  7,5  7,0  8,0  8,5  8,0  7,5 samtals 7,81  Hægt tölt 8,0  Hægt stökk 7,0    Aðaleinkunn: 7,87

Miðssumarsyning hella 2013 057 Miðssumarsyning hella 2013 084 Miðssumarsyning hella 2013 085

Fróði frá Ketilsstöðum, knapi Jakob Sigurðsson. Mynd: Gangmyllan