03
Aug 13

Grábrók er fjögurra vetra alhliðahryssa undan Gráhildi frá Selfossi og Kraflari frá Ketilsstöðum. Gráhildur er undan Musku frá Stangarholti og Randver frá Nýjabæ. Grábrók er þriðja afkvæmi móðir sinnar til að vera tamið en eldri systir hennar Gersemi fór í 7,90 fjögurra vetra og svo í flottan dóm í fyrra fimm vetra gömul, 8,21. Kraflar er undan Ægi og Þernu frá Ketilsstöðum og er sjálfur með flottan dóm, m.a 9,5 fyrir hægt stökk og hægt tölt og 8,28 í aðaleinkunn, en Grábrók er fyrsta afkvæmið hans til að koma í dóm. Grábrók er efnileg alhliðahryssa með góðar hægar gangtegundir, við erum sátt við að hún hafi náð lágmörkum til þáttöku á LM þótt hún hafi ekki náð yfir átta. Dómurinn hennar varð þannig: 

Sköpulag: 7,5  8,0  7,5  8,5  8,0  7,5  8,5  7,5  samtals 8,04

Hæfileikar: 8,0  8,0  8,0  7,5  8,0  8,0  7,5 Samtals 7,93  Hægt tölt 8,0  Hægt stökk  8,0  Aðaleinkunn 7,97 

Miðssumarsyning hella 2013 036 Miðssumarsyning hella 2013 038 Miðssumarsyning hella 2013 040

Grábrók frá Syðri Gegnishólum, knapi Elin Holst. Myndir: Gangmyllan.