05
Aug 13

 

Ísbrá frá Ketilsstöðum er fimm vetra klárhryssa undan Brá frá Ketilsstöðum og Álfasteini frá Selfossi. Brá er undan Senu frá sama bæ og Orra frá þúfu og eru systkini hennar sammæðra, yfir átta m.a Grábrá og Kristall, bæði klárhross. Álfasteinn er undan Álfadísi frá Selfossi og Keili frá Miðsitju. Ísbrá var sýnd í fyrsta sinn á miðssumarssyningunni og var útkoman síðri en við bjuggumst við m.a kom hún ekkert vel ut úr byggingadómi en Ísbrá er bráðefnileg klárhryssa og er töltið og viljinn úrval. Ég reikna alveg eins með því að sýna hana aftur á síðssumarssýningunni.

Dómurinn hennar er svohljóðandi: Sköpulag: 7,5  8,0  8,0  7,5  8,0  7,5  8,0  6,5  Samtals 7,78 

Hæfileikar: 8,5  8,0  5,0  8,0  8,5  8,0  8,5  Samtals 7,73  Hægt tölt 8,5  Hægt stökk 8,0 Aðaleinkunn 7,75

Miðssumarsyning hella 2013 071 Miðssumarsyning hella 2013 059 Miðssumarsyning hella 2013 053

Ísbrá frá Ketilsstöðum, knapi Olil Amble. Myndir: Gangmyllan