31
Aug 13

Við sýndum fimm hross úr okkar ræktun á síðssumarssýningunni á Hellu, fjögur í fyrsta sinn og eitt endursýnt. Elsta hrossið sem var sýnt er Myrra frá Syðri Gegnishólum, hún er í eigu Eir Kvernstuen, sem vann hér hjá okkur í mörg ár. Eir fékk í 25 ára afmælisgjöf að halda Myllu frá Selfossi og Myrra varð til. Svo flutti Eir til Noregs og Myrra var sett í folaldseign þegar hún hafði aldur til og átti tvö folöld áður en hún var tamin. Mylla, móðir Myrru er undan Musku frá Stangarholti og Kolfinni frá Kjarnholtum. Mylla hlaut 8,15 í aðaleinkunn fimm vetra gömul eftir vetrar tamningu. Faðir Myrru er Sveinn Hervar frá Þúfu sem er með fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi og mikill keppnishestafaðir. Nú er Myrra sjö vetra og hlaut hún í aðaleinkunn 7, 76. Myrra er mjög efnilegur fjórgangari, næm, léttgeng og glæsileg, en vantar svolítið upp á styrkinn og ferðina enn til að hún geti sýnt fyrir alvöru hvað í sér býr.

Dómurinn hennar varð svona: Sköpulag 8,5  8,5  8,0  8,0  8,0  7,0  8,0  6,5  Samtals  8,03  Hæfileikar  8,0  8,0  5,0  8,0  8,0  8,5  8,0  Hægt tölt 8,5  Hægt stökk  8,5  Samtals 7,58  Aðaleinkunn  7,76

Myrra Siðsumar Hella 2013 142 Myrra Siðsumar Hella 2013 142 2 Myrra Siðsumar Hella 2013 153 5 Myrra Siðsumar Hella 2013 153 1

Myrra frá Syðri Gegnishólum, knapi Olil Amble. 
Myndir Gangmyllan.