10
Apr 14

Jæja þá kom að því, Meistaradeildinni lauk á föstudagskvöldið, með síðustu tveim keppnunum sem voru slaktaumatölt og skeið í gegnum höllina. Það var spennandi allt fram á síðustu stundu og aldrei að vita hvað hefði gerst ef ég hefði ekki misst Segul upp rétt fyrir markið í skeiðinu, en það eru og verða alltaf einhver "ef". Staðreyndin er sú að okkur gekk í það heila mjög vel. Óhætt er að segja að það sé mikil bæting frá í fyrra, en þá urðum við neðst og núna enduðum við í þriðja sæti í liðakeppninni og kosin skemmtilegasta liðið af áhorfendum. Ég var kosin fagmannlegasti knapinn, einnig af áhorfendum og endaði í þriðja sæti í einstaklingskeppninni. Liðið landaði tvö gull, tvö silfur og þrjú brons ásamt því að ná 8 skifti verðlaunasæti frá 5 til 9 sæti.

Til gamans má geta að við kepptum 12 sinnum á hestum úr okkar ræktun Ketilsstaðir/Syðri Gegnishólar. Komum því að jafnaði fram tvo hesta í hverri grein, nema í gæðingaskeiði, þá var aðeins eitt hross( reyndar er ég einn af ræktendunum af Elliða frá Fosshofi, þó ég telji hann ekki með). Í skeiðinu vorum við lika bara með eitt hross og einnig í skeiðinu í gegnum reiðhöllini. Af þessum 12 skiptum náðu þessi hross í 8 verðlauna sæti. Við erum mjög sátt með þennan árángur, en auðvitað er mjög gaman þegar hrossin sem maður ræktar stimpla sig inn í keppni en það hefur verið okkar stefna að koma þeim á framfæri í keppni. Þetta er svona prófsteinn fyrir okkur að við séum á réttri leið í ræktun. Við skulum ekki gleyma að í meistaradeildinni í ár var öllu tjaldað enda eina leiðin fyrir menn að komast á blað. Sjaldan hafa sést vígalegri ráslistar, hestar, knapar, áhorfendur, framkvæmdanefnd og dómarar. Ekki að gleyma Thelmu Tómasson og Stöð 2, né Óla Pétri og öðrum starfsmönnum. Hafið þökk fyrir frábæran vetur í alla staði.  Svo viljum við auðvitað þakka Bjarna á Þóröddsstöðum, Elvari á Skörðugili, Krissu og Agnari á Jaðri og Hafliða í Ármóti kærlega fyrir hestlánið, það er gott að eiga góða að. Birti hér eitthvað af myndum sem við erum ýmist búin að sníkja og stela hér og þar.

Olil 1-IMG 8275 Olil-Alfhildur-8 IMG 9125 1 Olil-Alfhildur-5 1-IMG 2787 IMG 8989 danni arion B27Y1893 7008 526626847456109_1454937898_n B27Y1917 Fullscreen capture 6.4.2014 140330.bmp B27Y4356  10153930 533940240058103_200698840_n 1939851 533940290058098_676507951_n 1 10155179 533940303391430_638370694_n

Myndirnar eru frá heimasiðu meistaradeildarinnar, Hestafréttum og Óðni Erni Jóhannssyni.