17
Oct 12

Enn og aftur gerist það að langt er á milli frétta hér á búinu hjá okkur. Það er vegna þess að ég er búin að leggjast í ferðalög, er sem sagt mikið að kenna erlendis eins og svo margir aðrir reiðkennarar.

Fagráð var að birta listann yfir hrossaræktarbú sem hafa staðið sig best á árinu og er gaman að sjá að okkar bú Ketilsstaðir/ Syðri Gegnishólar er á listanum. Í tilefi þess finnst mér vera viðeigandi að taka saman árangur búsins í ár. Í ár sýndum við 25 hross úr okkar ræktun í kynbótadóm. Meðalaldur hrossanna er 5,76 ár og meðaleinkunn er 8,12. 10 þessara hrossa náðu lágmörkum í sínum flokkum inn á Landsmótinu og fimm þeirra komust í verðlaunasæti þ.e í hópi tíu bestu hrossa í sínum flokk. Því miður voru bara sýnd tvö 4 vetra hross frá búinu í ár en það er auðvitað færra en við höfðum viljað. Skemmtilegasti árangurinn hjá okkur í ár var líklega hjá Flugni sem fékk 10 fyrir skeið og Álfhildi sem fékk m.a 9,5 fyrir fegurð í reið aðeins fjögurra vetra gömul. Til gamans má geta að í þessum hópi eru tvö pör af alsystkinum, þau Brimnir og Bylgja og Álffinnur og Álfhildur. Grýla er hryssan sem á flest sýnd afkvæmi í ár. Undan henni eru þau Aðaldís og Strokkur og svo kom til sýningar Skjóða sem fór 5 vetra til Noregs fylfulla við Kraflari. Síðan var hún sett í þjálfun og var sýnd í vor með þessum árangri.

Birti hér myndir af hrossunum sem sýnd voru frá búinu í ár, raðað etir aðaleinkunnum.

Hrossin sem sýnd voru á árinu eru:
Ljóni rauðskjóttur 8v.8,47
Bylgja bleikálótt 6 v. 8,42
Flugnir svartur 7v. 8,38
Strokkur rauðskjóttur 5 v, 8,36 
Brimnir bleikálóttur 7 v. 8,34
Adaldís brúnskjótt 6 v. 8,32 
Álffinnur brúnskjóttur 5 v. 8,25 
Gersemi grá 5 v.  8,21
Skjóða rauðstjórnótt 9 v. 8,21
Mugga rauð 5 v. 8,18
Alöf rauðhöttótt 5 v. 8,15
Álfhildur brún 4 v.8,14
Fálmar svartur 5 v. 8,14
Hvellhetta dökkjörp 5 v. 8,11
Grábrá grá 8 v. 8,07
Drift jarpblesótt 6 v. 8,06 
Frami brúnn 5 v. 8,03
Flaumur grár 6 v. 8,02 
Gramur grár 6 v.  8,01 
Stemmning brún 6 v. 7,98 
Sprengja svört 6 v. 7,91
Jörmuni grár 4 v. 7,89
Ösp jörp 5 v. 7,82
Synd brún 5 v. 7,79
Oddný rauðglófext 5 v. 7,74

Ljóni frá Ketilsstöðum  Bylgja frá Ketillstöðum Flugnir frá Ketilsstöðum Strokkur frá Syðri Gegnishólum Brimnir frá Ketilsstöðum Aðaldís frá Syðri Gegnishólum Álffinnur frá Syðri Gegnishólum Gersemi frá Syðri Gegnishólum  Skjóða frá Selfossi Mugga frá Syðri Gegnishólum Álöf frá Ketilsstöðum Álfhildur frá Syðri Gegnishólum Fálmar frá Ketilsstöðum Hvellhetta frá Ketilsstöðum Grábrá frá Ketilsstöðum Drift frá Ketilsstöðum Frami frá Ketilsstöðum Flaumur frá Ketilsstöðum Gramur frá Syðri Gegnishólum Stemning frá Ketilsstöðum Sprengja frá Ketilsstöðum Jörmuni frá Syðri Gegnishólum Ösp frá Ketilsstöðum Synd frá Ketilsstöðum Oddný frá Ketilsstöðum Myndir: Gangmyllan