23
Jul 12

Hvellhetta er fimm vetra gömul og kom fram á Landsmótinu í ár í flokki fimm vetra hryssna. Hvellhetta er dóttir Hlínar frá Ketilsstöðum sem er með 8,10 í aðaleinkunn en móðir hennar var Vakning frá Ketilsstöðum  sem var með 8,01 í aðaleinkunn þ.a 9,0 fyrir skeið og svo hlaut hún heiðursverlaun fyrir afkvæmi. Faðir Hlínar er Kjarkur frá Egilsstaðabæ sem er með 8,28 í aðaleinkunn þ.a 9,5 fyrir tölt og 9,0 fyrir stökk, vilja og fegurð í reið.

Faðir Hvellhettu er Álfasteinn frá Selfossi, hann er með 8,54 í aðaleinkunn, en hann náði skilyrðum til heiðursverðlauna fyrir afkvæmi, aðeins  tíu vetra gamall. Álfasteinn er undan Álfadísi frá Selfossi sem fékk 8,31 i aðaleinkunn fjögurra vetra gömul og er með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Faðir Álfasteins er Keilir frá Miðsitju sem er með 8,63 í aðaleinkunn og er með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi.

Hvellhetta lækkaði aðeins í dómi á Landsmótinu en hér fyrir neðan birti ég forskoðunnardóminn hennar

Sköpulag:  8,0  8,5  8,0  8,5  8,5  8,0  8,0  8,0  8,29

Kostir:  8,5  7,5  7,5  7,5  8,5  8,0  7,5  7,98 Hægt tölt: 8,0  Hægt stökk : 7,5

Aðaleinkunn: 8, 11

Hvellhetta er að okkar mati sérlega léttbyggð og vel sköpuð alhliða hryssa sem á mikið inni og verður þjálfuð annan vetur með kynbótasyningu að markmiði á næsta ári.

Hvellhetta og Álfhildur maí12 001 Hvellhetta og Álfhildur maí12 003-1 Hvellhetta Hvellhetta 2  Hvellhetta 3 Hvellhetta LM12 3 Hvellhetta LM12 6 Hvellhetta LM12     Hvellhetta frá Ketilsstöðum    Myndir: Gangmyllan