15
Sep 14
Nú eru allar kynbótasýningar búnar á þessu ári og við hæfi að fara yfir árangur ræktunarbúsins okkar, Ketilsstaðir/Syðri Gegnishólar í kynbótasýningum á þessu ári 2014.
Á þessu ári komu 18 hross frá okkar ræktun til dóms, öll þeirra utan eins hlutu fyrstu verðlaun. 
14 þessara hrossa voru sýnd á Íslandi og 4 í Þýskalandi. Af hrossum sýndum á Íslandi unnu 9 sér inn þáttökurétt á Landsmótinu en 7 þeirra voru endursýnd þar.
Af þessum sjö hrossum náðu þrjú þeirra að vera meðal 10 efsu, en það voru Álfhildur 8,52 og hlaut hún efsta sætið í 6 vetra flokki hryssna, Snekkja 8,41 í fjórða sæti í 5 vera flokki hryssna og Álfastjarna með 8,23 og sjöunda sæti í flokki 4 vetra hryssna.
Af hrossum sýndum í Þýskalandi náðu einnig tvö hross lágmarki til þáttöku á Landsmóti en þessi fjögur hross voru öll áður sýnd á Íslandi í svipuðum tölum og þau hlutu nú.
Á síðsumarssýningu á Gaddstaðaflötum endursýndum við tvö hross sem hækkuðu sig bæði töluvert mikið, en í vor gekk ekki sem skyldi með þau.
 Einungis voru sýnd tvö fjögurra vetra hross á árinu, langt undir okkar vonum. Hlutirnir breyttust á síðastu stundu og best er að læra af reynslunni eitt skipti fyrir öll og vera ekkert að tjá sig oftar um tilvonandi afköst þeirra. Hversu efnileg sem þau virðist vera er ekkert í hendi í þeim efnum.
Hrossin sem sýnd voru á þessu ári eru:
Álfhildur frá Syðri Gegnishólum 6 vetra 8,52
Snekkja frá Ketilsstöðum 5 vetra 8,42
Álfarinn frá Syðri Gegnishólum 5 vetra 8,40
Álffinnur frá Syðri Gegnishólum 7 vetra 8,37
Frami frá Ketilsstöðum 7 vetra 8,35
Katla frá Ketilsstöðum 6 vetra 8,33
Jörmuni frá Syðri Gegnishólum 6 vetra 8,32
Tibrá frá Ketilsstöðum 5 vetra 8,25
Álfastjarna frá Syðri Gegnishólum 4 vetra 8,23
Hvellhetta frá Ketilsstöðum 7 vetra 8,20
Fróði frá Ketilsstöðum 5 vetra 8,15
Drift frá Ketilsstöðum 8 vetra 8,15
Bóla frá Syðri Gegnishólum 5 vetra 8,10
Goði frá Ketilsstöðum 4 vetra 8,08
Grábrók frá Syðri Gegnishólum 5 vetra 8,07
Sylgja frá Ketilsstöðum 6 vetra 8,05
Júliana frá Ketilsstöðum 5 vetra 8,04
Synd frá Ketilsstöðum 7 vetra 7,90
Aðaleinkunn 18 hrossa eru 8,22 og meðalaldur þeirra eru 5,7 ár. 17 af 18 hrossum yfir átta, sem þýðir að við erum með 94,4% hrossa í fyrstu verðlaun. Til gamans má geta að ellefu þessara hrossa eru undan bæði hryssum og hestum ræktuðum af okkur.

Álfhildur frá Syðri Gegnishólum, aðaleinkunn 8,52 og efsta sætið í flokki 6 vetra hryssna á LM2014. Álfhildur frá Syðri Gegnishólum, 6 vetra. Sköpulag 8,28, hæfileika 8,68 þ.a 10 0 fyrir tölt og vilja og 9,5 fyrir hægt tölt og fegurð í reið. 9,0 fyrir brokk og stökk, aðaleinkunn 8,52. Snekkja frá Ketilsstöðum 5 vetra, aðaleinkunn 8,41. Hun varð í fjórða sæti í flokki fimm vetra hryssna á LM 2014. Snekkja frá Ketilsstöðum, hún hlaut 8,42 í aðaleinkunn í sinn hæðsta dóm. Fyrir sköpulag fékk hún 8,38 og hæfileika 8,44 þ.a 9,0 fyrir tölt og 8,5 fyrir vilja, fegurð í reið og hægt tölt. Álfarinn frá Syðri Gegnishólum, aðaleinkunn 8,40. Fyrir sköpulag fékk hann 8,09 og hæfileika 8,60 þ.a 9,0 fyrir vilja, fegurð í reið og hægt stökk og 8,5 fyrir brokk tölt stökk, fet og hægt tölt. Álffinnur frá Syðri Gegnishólum 7 vetra, aðaleinkunn 8,37. Fyrir sköpulag fékk hann 7,96 og hæfileika 8,63 þ.a 9,0 fyrir tölt og vilja og 8,5 fyrir brokk, skeið, stökk og fegurð í reið. Frami frá Ketilsstöðum 7 vetra, aðaleinkunn 8,35. Hann fékk fyrir sköpulag 8,32 og hæfileika 8,37 þ.a 9,5 fyrir fet og 9,0 fyrir tölt, brokk, stökk, fegurð í reið, vilja og hægt tölt. Katla frá Ketilsstöðum 6 vetra, aðaleinkunn 8,33. Hún fékk fyrir sköpulag 8,08 og hæfileika 8,49 þ.a 9,5 fyrir hægt tölt og 9,0 fyrir tölt, brokk, fegurð í reið og vilja. Jörmuni frá Syðri Gegnishólum 6 vetra, aðaleinkunn 8,32. Fyrir sköpulag fékk hann 8,34 og hæfileika 8, 31 þ.a 9,0 fyrir skeið og fet og 8,5 fyrir vilja. Tíbrá frá Ketilsstöðum f vetra, aðaleinkunn 8,25. Hún fékk fyrir sköpulag 8,28 og hæfileika 8,24 þ.a 9,0 fyrir tölt ,brokk, stökk, fegurð í reið, vilja og hægt tölt. Álfastjarna frá Syðri Gegnishólum 4 vetra, í sjöunda sætið í flokki fjögurra vetra hryssna á LM 2014,aðaleinkunn 8,23. Álfastjarna frá Syðri Gegnishólum 4 vetra, aðaleinkunn 8,23. Hún fékk fyrir sköpulag 8,09 og hæfileika 8,32 þ.a 9,5 fyrir fet,. vilja og hægt tölt og 9,0 fyrir tölt, brokk, stökk og fegurð í reið. Hvellhetta frá Ketilsstöðum 7 vetra, aðaleinkunn 8,20. Fyrir sköpulag fékk hún 8,39 og hæfileika 8,07 þ.a 8,5 fyrir skeið, stökk og vilja og 8,0 fyrir tölt . fegurð í reið. hægt tölt og hægt stökk. Fróði frá Ketilsstöðum 5 vetra, aðaleinkunn 8,15. Fyrir sköpulag fékk hann 8,09 og hæfileika 8,19 þ.a 8,5 fyrir brokk, skeið og vilja og 8,0 fyrir tölt, stökk, fegurð í reið og hægt tölt. Drift frá Ketilsstöðum 8 vetra, aðaleinkunn 8,15. Fyrir sköpulag fékk hún 7, 96 og hæfileika 8, 27 þ.a 8,5 fyrir brokk, skeið, vilji og fegurð í reið og 8,0 fyrir tölt, stökk, hægt tölt og hægt stökk. Bóla frá Syðri Gegnishólum 5 vetra, aðaleinkunn 8,10. Fyrir sköpulag fékk hún 8,07 og hæfileka 8,11 þ.a 9,0 fyrir tölt og vilja og 8,5 fyri brokk, fegurð í reið, hægt tölt og hægt stökk. Goði frá Ketilsstöðum 4 vetra, aðaleinkunn 8,08. Fyrir sköpulag fékk hann 8,02 og hæfileika 8,11 þ.a 9,0 fyrir tölt og vilja og 8,5 fyrir brokk stökk, fet og fegurð í reið. Grabrók frá Syðri Gegnishólum 5 vetra, aðaleinkunn 8,07. Hún fékk fyrir sköpulag 8,06 og hæfileika 8,o8 þ.a 8,5 fyrir vilja og 8,0 fyrir tölt, brokk, skeið, stökk, fet og fegurð í reið. Sylgja frá Ketilsstöðum 6 vetra, aðaleinkunn 8,05. Hún fékk fyrir sköpulag 7,94 og hæfileika 8,11 þ.a 9,0 fyrir stökk, fegurð í reið, vilja og hægt stökk og 8,5 fyrir tölt,brokk, fet og hægt tölt. Júlíana frá Ketilsstöðum 5 vetra, aðaleinkunn 8,04. Hún fékk fyri sköpulag 7, 72 og hæfileika 8,25 þ.a 8,5 fyrir tölt, vilja og fegurð í reið og 8,0 fyrir brokk, skeið, stökk, hægt tölt og hægt stökk. Synd frá Ketilsstöðum 7 vetra, aðaleinkunn 7,90. Hún fékk fyrir sköpulag 7,96 og hæfileika 7,85 þ.a 8,5 fyrir tölt, brokk, stökk, fegurð í reið, vilja, hægt tölt og hægt stökk.