17
Jun 14

15 hestar hér hjá okkur hafa hlotið þátttökurétt á Landsmót, 12 úr okkar ræktun og 3 sem eru hér í þjálfun. Í aldursröð er það þannig að Minning er í 250m skeiði, systkinin Simbi og Sprengja eru í ungmennaflokki, Frami er með tvöfaldan þátttökurétt, í B flokki og flokki 7 vetra stóðhesta. Álffinnur er í flokki 7 vetra stóðhesta, Jörmuni í flokki 6 vetra stóðhesta, Álfhildur og Katla í flokki 6 vetra hryssna, Álfarinn í flokki 5 vetra stóðhesta, Snekkja og Tíbrá eru í flokki 5 vetra hryssna og loks Álfastjarna í flokki 4 vetra hryssna. Úr þjálfun fara svo tvær fjögurra vetra hryssur frá Hellubæ, þær Hamingja og Vinátta Álffinnsdóttir og svo Þröstur Natansson frá Efri Gegnishólum sem tekur þátt í flokki 6 vetra stóðhesta. Gaman er frá því að segja að þær Hamingja og Vinátta eru undan Þulu og Vöku frá Hellubæ sem vou í öðru og fjórða sæti í 4 vetra flokki á landsmótinu á sínum tíma.

B27Y4634 Simbi og Berglind Kynbótasyning Selfossi mai11 350 3 Firmakeppni 14 6 Álffinnur forskoðun 2 Frami LM14 Þröstur forskoðun 1 Jörmuni forskoðun 3 Álfhildur forskoðun 3 Katla forskoðun 1 IMG 0352-001 Snekkja Tíbrá forskoðun 3 IMG 3596 IMG 3317-001 IMG 3489

Myndir: Gangmyllan