14
Jul 11
 

Védís frá Hellubæ er dóttir Vöku frá Hellubæ og Álfasteins frá Selfossi. Vaka var í fjórða sæti í fjögurra vetra flokki á Landsmótinu á Gaddstaðaflötum 2004. Hún var klárhryssa og fékk 8,48 í aðaleinkunn, sem ég held að sé hæfileikametið hjá fjögurra vetra klárhryssum. Á bak við Vöku er m.a Feykir frá Hafsteinsstöðum og Kulur frá Eyrarbakka. Védís frá Hellubæ var eina hryssan sem lækkaði hjá okkur en hún fór úr 8 06 í 7,99.

Fyrir tamninguna á Vöku fékk ég að halda henni og þannig eignaðist ég Védísi. Védís er komin til stóðhests enda er dómurinn hennar glæsilegur og engin sérstök ástæða til að temja hana meira, sérstaklega ekki í ljósi þess viðhorfs sem virðist vera til klárhesta eins og er. 

Ég hef ekkert gaman af því að birta Landsmótsdómin svo ég birti bara hæðsta dóm.

Bygging: 7,0  8,0  8,5  8,5  8,0  7,0  8,0  7,0  Samtals 7,94

Hæfileika: 9,0  8,5  5,0  9,0  9,0  9,0  7,0  Samtals 8,14

Hægt tölt: 9,0  Hægt stökk: 9,5                       Aðaleinkunn: 8,06 

 

thumb vdsthumb landsmt11 076

thumb landsmt11 001 thumb hella kynbs.vor 11 093

 

 

 

 

Myndir: Gangmyllan