06
Jun 10

Kraflar á LM 2008

Kraflar frá Ketilsstöðum er 9 vetra, grár, með 8,28 í aðaleinkunn. Faðir hans var Ægir frá Ketilsstöðum og móðir hans er Þerna frá Ketilsstöðum sem er klárhryssa með 7,96 í aðaleinkunn.Undan þernu eru sex dæmd afkvæmi, þar af fjögur í 1.verðlaun og meðaleinkunn afkvæmanna eru 8,06. Þar af er Spes dóttir Þernu og Sveins Hervars frá Þúfu með 8,20 í aðaleinkunn, 8,41 fyrir hæfileika. 9,0 fyrir tölt, brokk, vilji og fegurð og 9,5 fyrir hægt stökk og stökk. Krafla dóttir hennar og Hljóms frá Ketilsstöðum er með 9,5 fyrir hægt tölt og 9,0 fyrir tölt. Þerna, er undan Stíg frá Kjartansstöðum og Sylgju frá Ketilsstöðum,  Sylgja sem var ódæmd var undan Mána frá Ketilsstöðum sem var sonur Ófeigs frá Hvanneyri og Kötlu frá Ketilsstöðum, klárhryssa með 7,72 í aðaleinkunn, en hún var undan Rauðku frá Ketilsstöðum, sem var með 1.verðlaun fyrir afkvæmi og var dóttir Ljónslappar 1817 og Lýsings frá Voðmúlastöðum.

Máni frá Ketilsstöðum var með 1.verðlaun og náði þeim frábæra árangri að fá 1.verðlaun fyrir afkvæmi aðeins níu vetra gamall. Neisti frá Skollagróf var síðan afi hennar í móðurætt.

Ægir frá Ketilsstöðum faðir Kraflars var með 8,25 í aðaleinkunn fimm vetra gamall og efsti stóðhesturinn í fimm vetra flokki á HM í Austuríki 2001. Alsystir hans Alda frá Ketilsstöðum var með 8,35 í aðaleinkunn fimm vetra gömul. Ægir var undan Gusti frá Hóli  og Vakningu frá Ketilsstöðum en þau voru bæði með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Vakning er móðir m.a. Brimnis og Vakars en ættir hennar rakti ég í greininni um Brimni. Ættir Gusts rakti ég í greininni um Gandálf. Kraflar er hreyfingamikill og geðgóður hestur, hann er mikið fjórgangsefni, með einstakt hægt tölt og hægt stökk.

 Sköpulag: 7,0  8,0  8,0  8,5  8,5  8,5  9,5  8,0   8,36.

Hæfileikar: 9,0  9,0  5,0  8,5  8,5  9,0  8,0  9,5  9,5   8,23.   Aðaleinkunn   8,28.

114 stig í kynbótamat.

 kraflar s 13

 kraflarmars_001  kraflarmars_007

                                     Í þjálfun í Syðri Gegnishólum