10
Apr 19

Í gærkvöldi var Álfadís frá Selfossi heiðruð á Stóðhestaveislunni í Samskipahöllinni, Spretti. Virkilega skemmtillegt og erum við óhemju hamingjusöm og stolt yfir að hafa fegið að eiga og ráðstafa þessari hryssu, það er miklu meira en lóttó vinningur. Hún mætti að sjálfsögðu á staðinn yfirveguð og stolt. Meðan hún stóð í miðjunni með dóttur sinni dönsuðu börnin, barnabörnin og barnabarnabörnin í kringum hana 12 talsins. Takk Hjörvar Ágústsson fyrir að skilja mig og hjálpa mér við að setja þessa frásögn í ævintýraform. Þegar ég fékk þessi fallegu skilaboð í morgun skildi ég að mér hefði tekist að koma sögu Álfadísar á framfæri eins og mig langaði.

"Hæ hæ
Langar að fá að þakka ykkur Bergi fyrir ótrúlega magnþrungið atriði með hana Álfadís í gærkvöldi. Algjörlega frábær uppsetning og svo mikil gæði í þessu öllu hjá ykkur. Þessi saga ykkar og Álfadísar er eitthvað sem verður ekki jafnað segi ég. Takk fyrir að koma með hana og lofa okkur hinum að eiga þessa stund með ykkur.
Þakklætiskveðjur til ykkar allra."

{gallery}Alfadis offspring show Sprettshollin 2019{/gallery}