04
Jan 20
Við erum mjög stolt af því að þrjú hross úr okkar ræktun hlutu Heiðursverðlaun fyrir afkvæmi 2019. Það eru Álfasteinn frá Selfossi, Önn og Prýði frá Ketilsstöðum. Ljóni frá Ketilsstöðum hlaut svo 1 verðlaun fyir afkvæmi.
Álfasteinn náði reyndar lágmörkum til heiðursverðlauna árið 2011 og hefur staðið þau siðan, en vegna óskiljanlegra reglna voru þau ekki afhent fyrr en núna.
Ekkert þessara hrossa eru lengur í okkar eigu, enda erum við ræktendur sem þurfa að selja okkar hross til að lífa.
Álfasteinn og Ljóni eru í Danmörku, Álfasteinn fór úr landi 2007 og Ljóni 2013. Gaman er þó að taka fram að báðir hestarnir náðu þessum lágmörkum eingöngu á afkvæmum fæddum á Íslandi, sem sagt búið að sá þokkalega fyrir núverandi eigendur.