15
Mar 11

Hér koma nokkrar myndir af Védísi, hún er undan Vöku frá Hellubæ og Álfasteini frá Selfossi. Hún verður fimm vetra í vor. Móðir hennar Vaka er undan Golu frá Hellubæ sem er undan Gáska frá Hofsstöðum og faðir hennar er Feykir frá Hafsteinsstöðum.  Langalangafi hennar  er Kulur frá Eyrarbakka. Védís er í okkar eigu en er úr ræktun Gíslinu Jensdóttur á Hellubæ.

Védís er mjög efnileg klárhryssa  sem við væntums mikils af þó hún hafi farið frekar illa út út byggingadóm í fyrra, fékk aðeins 7,72 þar af aðeins 6,5 fyrir höfuð sem okkur fannst helviti hart.  Hún hlaut einhvern veginn alltaf lægri töluna. En hvað með það, inn í ræktunina fer hún. 

thumb vds 090311  4

thumb vds 090311

Védís frá Hellubæ

 

 

 

 

 

Myndir: Gangmyllan