22
Mar 11

Hér koma nokkrar myndir af Vestra frá Hellubæ, en hann er á sjötta vetur undan Suðra frá Holtsmúla og Vöku frá Hellubæ. Suðri er undan Skálm frá Köldukinn og Orra frá Þúfu og á bakvíð Skálm er m.a Hrafn frá Holtsmúla. 

 Vaka er dóttir Golu frá Hellubæ og Gáska frá Hofsstöðum og Kulur frá Eyrarbakka er líka þarna á bak við.

Vaka kom fram á LM 2004 og fékk 8,24 í aðaleinkunn og hlaut 8,48 fyrir hæfileika, m.a 9,5 fyrir brokk, hægt stökk og stökk og 9,0 fyrir tölt , fegurð í reið og vilja aðeins fjögurra vetra gömul og geri aðrir betur. Vestri er elsta afkvæmi Vöku og  fjögurra vetra gamall fékk hann 8,04 í aðaleinkunn m.a 9,5 fyrir hægt stökk, eins og báðir foredrar hans eru með.Hann er undan tveim frábærum klárhestum og mögnuð ætt sem stendur að honum þannig að hér ætti að vera um mjög áhugaverðan undaneldishest að ræða. Vestri er fallegur, villjugur, flugléttur klárhestur og er mjög efnilegur fjórgangari.

Vestri er laus til leigu í sumar.

 vestri_18_03_11_4
 vestri_18_03_11_5
 vestri_18_03_11_3

             Myndir: Gangmyllan