24
Mar 11

Hesturinn hér fyrir neðan heitir Strokkur, er á fjórða vetur og er undan Grýlu frá Stangarholti og Orra frá Þúfu. Hann er þar með litli bróðir Álfadísar og og náskyldur Álffinni því, mæður þeirra eru mæðgur og svo eiga þeir sama föður. Grýla er dóttir Kolfinns frá Kjarnholtum og í móðurlegg á hún ættir sínar að rekja til Sauðafellsskjónu sem var systir Pálmaskjónu  sem mörg góð Kirkjubæjarhross eru út af, eins og Vængur, Bróðir og Terna. Vængur var með allra flottustu klárhestum síns tima og að minu mati hefðu hans gæði alveg staðið timans tönn. Bróðir, bróðir hans var ekki eins magnaður en góður samt og var farsæll keppnishestur í áraraðir hjá bræðrunum Davíð  og Sigurði Matthíassonum.  Terna er móðir m.a Töfra frá Kjartansstöðum. 

Strokkur er fótahár , hreyfingagóður og viljugur en ekki erum við enn viss um að hann sé alhliðahestur, en það kemur í ljós á næstunni.

 strokkur
strokkur_3 
 strokkur_2
 strokkur_001

           Myndir: Gangmyllan