25
Mar 11

Gandálf þarf kannski ekki að kynna neitt sérstaklega, er þegar búin að skrifa um hann og rekja ættir hans, en hann er þriðji sonur Álfadísar og  er sonur Gusts frá Hóli. Stefnt er með hann í dóm í vor, þó hann sé þegar orðinn vel dæmdur eða með 8, 39 í aðaleinkunn. Hann er léttbigður með stórar hreifingarog verður bara betri eftir því sem hann vöðvast og þroskast hann bætir sig jafnt og þétt og er orðinn mjög rúmur á gangi, lundin er einstaklega hlý og ljúf. Við sjáum fyrir okkur að gaman verður að stilla honum upp í gæðingakeppni í framtiðinni. Tókum nokkrar myndir af honum hér um daginn  í góða veðrinu svona rétt til að minna á hann.

 

Eftir landsmót verður Gandálfur á vegum Hrossaræktarsambands Eyfirðinga og Þingeyinga og er umsjónarmaður hans Zophonías Jónmundsson með sima 8926905/ This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ......eða hryssa.is 

 gandlfur_mars_11_006
 gandlfur_mars_11
 gandlfur_mars_11_2
 gandlfur_mars_11_005_2
 gandlfur_mars_11_3
 gandlfur_mars_11_4

 

          Myndir: Gangmyllan