28
Mar 11

Birtum nokkrar myndir sem við fundum á facebook, en þær eru af  Hettu frá Ketilsstöðum sem er sjö vetra í vor, en ekki vitum við hvað hún var gömul þegar þessar myndir voru teknar. Hetta sem er undan Álfasteini frá Selfossi og Hlín frá Ketilsstöðum var seld sem trippi til Danmerkur og voru kaupendur hennar sömu aðilar og keyptu Álfastein, Marianne og Micael Skatka.

Hetta fór í dóm í fyrra og hlaut 7,96 í aðaleinkunn. Ekki er annað að sjá á myndunum en að hér sé mjög efnileg hryssa á ferð. Til gamans má geta þess að við eigum alsystir hennar á fjórða vetur, gullfallega og efnilega dökkjarpa hryssu sem heitir Hvellhetta.

hettatolt1_2011-2hettatolt2_2011-2                               Myndir: Facebook     Knapi: Fredrik Rydström