Þá eru kynbótasyningar hafnar og fyrsta hrossið úr okkar ræktun komið í dóm, Það er hún Hetta frá Ketilsstöðum.Hetta er undan Álfasteini frá Selfossi og Hlín frá Ketilsstöðum og Hlín er undan Kjarki frá Egilsstaðabæ og heiðursverðlaunahryssunni Vakningu frá Ketilsstöðum. Til er hér hjá okkur alsystir Hettu, sem Hvellhetta heitir og hlaut hún 8,12 í aðaleinkunn í fyrra þá fimm vetra gömul. Eigandi Hettu er Nina Engel og knapi var Haukur Tryggvason og óskum við þeim til hamingju með árangurinn.
Sköpulag: 8,0 - 8,5 - 8,5 - 8,0 - 8,0 - 7,5 - 8,0 - 8,5 = 8,14
Hæfileikar: 8,0 - 8,0 - 8,5 - 7,5 - 8,5 - 8,5 - 9,0 = 8,27 Aðaleinkunn 8,22
Hægt tölt: 9,0 Hægt stökk: 7,5
Hetta frá Ketilsstöðum
Mynd: Nina Engel