Langt er milli frétta hér á heimasíðunni hjá okkur enda ýmislegt búið að gerast og ekki mikill tími til að sinna heimasiðunni sem skyldi. Ég er m.a búin að nota svolítinn tíma í að læra að búa til myndbönd úr efninu okkar en við eigum myndbandaupptökur af flest öllum kynbótasýningum á hestunum okkar þó nokkur ár aftur í timann.
Hér fyrir neðan er slóð sem klikka má á til að skoða einn af nýju gullmolunum okkar, það er hann Álfarinn frá Syðri Gegnishólum, en hann er fjögurra vetra gamall undan Álfadísi frá Selfossi og Keili frá Miðsitju. Hér er um að ræða albróður Álfasteins frá Selfossi, kattliðugur og geðprúður alhliða hestur. Það er mikið að gera hjá honum í okkar hryssum og annarra. Til gamans má geta að Jónina frá Hala, móðir Stála frá Kjarri og Stelpa frá Meðalfelli móðir Spuna frá Vesturkoti eru báðar fylfullar við honum. Af okkar hryssum eru meðal annars heiðursverðlauna hryssan Ljónslöpp og Brá þegar staðfestar fylfullar.
Mynd Gangmyllan