Var að klippa til þetta mynband af Kötlu frá Ketilsstöðum, en það er glæsileg fimm vetra hryssa úr okkar ræktun sem sýnd var á þessu ári. Katla er undan heiðursverðlaunahryssunni Ljónslöpp frá Ketilsstöðum, sem er undan Oddi frá Selfossi og Snekkju frá Ketilsstöðum og faðir hennar er Gaumur frá Auðsholtshjáleigu, sem er undan Orra frá Þúfu og Hildi frá Garðabæ.
Katla var sýnd á FM á Hornafirði í sumar, þar sem eigandi hennar Guðmundur Þorsteinn Bergsson hefur lögheimili fyrir austan og hefur reyndar alltaf búið þar, nema núna þar sem hann er að læra í Reykjavík. Katla býr eflaust yfir einhverju skeiði þó svo að það hafi verið látið eiga sig að sinni, myndbandið var tekið þegar hún var sýnd í fordómi á Hornafirði á grasvelli sem þar er í boði. Umhverfið er fallegt, völlurinn frábær og parið á brautinni var ansi flott, góða skemmtun.