01
Jun 10

Hugur frá Ketilsstöðum er 6 vetra sótrauðblesóttur,sokkóttur og glaseygður. Hann er sonur Ör frá Ketilsstöðum, en hún slasaðist illa á fæti sem tryppi og var ekki hægt að temja hana sökum þess. Ör er undan Kjarval frá Sauðarkróki og Framkvæmd frá Ketilstöðum, þannig að hún er systir Djörfungar, Minningar og Flugnis. Djörfung frá Ketilstöðum var  fjögurra vetra á síðastliðnu landsmóti var með 8,23 í aðaleink. 8,68 fyrir hæfileika, m.a 9,5 fyrir skeið og vilja. Minning var í fimm vetra flokki á sama móti og er líka með 9,5 fyrir skeið og 8,18 í aðaleinkunn. Flugnir fékk 9,0 fyrir skeið í fyrra fjögurra vetra gamall og 8,11 í aðaleink. Framkvæmd er undan Hrafni frá Holtsmúla og Hugmynd frá Ketilsstöðum, hún stóð efst í flokki fjögurra vetra hryssna á FM 1995. Hugmynd fékk 1.verðlaun sjálf en aðeins 8,5 fyrir skeið, en þeir sem muna eftir henni síðan á LM´90 þegar Bergur keppti á henni í A flokki í úrslitunum geta ekki gleymt hverning hún tók á því. Hún hreinlega flaug áfram, þar voru ekki neinir 8,5 sprettir á ferð. Bróðir Framkvæmdar, Hjörvar frá Ketilsstöðum fékk 10 fyrir skeið, sjö vetra gamall. Varast ber að tala endalaust um skeið og ekki má gleyma að flest þessara hrossa sem ég er búin að minnast á eru í heild sinni frábærir alhliðahestar, með allan gang góðan og með mjög góðar tölur fyrir hinar gangtegundirnar.

Faðir Hugs er Hróður frá Refsstöðum og móðir hans er Rán frá Refsstöðum, sem er undan Nattfara frá Ytra Dalsgerði. Ef maður skoðar dóm Ránar, lítur það úr fyrir að hún hafi verið óskapleg tútta, með 7, 66 í aðaleinkunn. En það var nú aldeilis ekki, hún var í tamningu hjá okkur í Stangarholti, fór í dóm eftir tæplega tveggja mánaða tamningu sem er auðvitað alveg út í hött. Hún var bæði falleg og mjög efnileg og er eitt af þeim tryppum sem  maður man eftir og falaði ég hana stíft á sínum tima. Faðir Hróðs er Léttir frá Stóra Ási, sem er undan gæðingshryssuni Harpa Gáskadóttir frá Hofsstöðum og Kolfinni frá Kjarnholtum, einn rýmsti hestur allra tíma.

Eins og sést standa miklir gæðingar að þessum hesti, en mér finnst einmitt gaman að skoða ættir áhugverðra hrossa og sjá hverning þeir liggja saman.

Hugur er sterklega vaxinn, og hlutfallaréttur hestur sem ber mikinn svip af  föður sínum. Hann er jafnvígur alhliðahestur, með mikinn og þjálan vilja.

Sköpulag: 7,0  8,0  8,5  8,0  8,0  7,0  8,5  8,0   7,96.  Aðaleinkunn. 8,29.

Hæfileika: 8,5  8,0  8,5  8,5  9,0  8,5  8,5  8,0  8,0   8,51 

       123 stig i kynbótamat  

 hafnarfj._28_mai_yfirlit_057 hafnarfj._28_mai_yfirlit_049 
 hafnarfj._26_mai10_013  hahnarfj.25_og_27_mai10_002-1

      Myndir: Gangmyllan