29
Dec 08

Syðri-Gegnishólar eru staðsettir neðan við Selfoss. Í Flóahreppi ( fyrrum Gaulverjabæjarhreppi). Þegar ekið er til Syðri-Gegnishóla frá Reykjavík er um tvær leiðir að velja. Um Þrengsli og gegn um Stokkseyri og er sú leið 60 km. eða um Hellisheiði og Selfoss en sú leið er 56 km. Þegar ekið er um Hellisheiði er ekið í gegn um Selfoss og beygt til hægri niður Gaulverjabæjarveg ( veg 33)  haldið áfram  um  10 km leið þar til komið er að skilti merkt Arnarhóll og þar er ekið inn að  Syðri-Gegnishólum. Sjá kort.

Þegar ekið er um Þrengsli er ekið fram hjá Eyrarbakka og í gegn um Stokkseyri  og áfram  fram hjá Baugsstaðarvita um 7 km  leið  og beygt til vinstri hjá félagsheimilinu Félagslundi þar til komið er að skilti merkt Arnarhóll og þar er ekið inn að  Syðri-Gegnishólum. Sjá kort.

Að austanÞegar ekið er til Syðri Gegnishóla frá Hellu er ekið nánast að Selfossi og beygt til vinstri niður Gaulverjabæjarveg ( veg 33 ) haldið áfram  um  10 km leið þar til komið er að skilti merkt Arnarhóll og þar er ekið inn að  Syðri-Gegnishólum.  Sjá kort. Hægt er að smella á kortin þá stækka þau.