Jæja, þá er búið að ákveða nafnið eftir miklar vangaveltur. Um er að ræða tveggja vetra son Álfadísar frá Selfossi
og Keilis frá Miðsitju ss. albróðir Álfasteins frá Selfossi.
Við birtum myndir af honum í fréttunum hér á síðunni okkar fyrir stuttu og auglýstum eftir nafni og höfum fengið töluvert af hugmyndum, mörg nöfn sem við vorum þegar búin að velta fyrir okkur og nokkur ný.
Það var hins vegar Guðbrandur Stigur Ágústsson sem átti þetta nafn og sagði hann okkur að hann væri löngu
búinn að finna þetta nafn sem hann væri að geyma og ætlaði að nota í sinni ræktun í framtíðinni.
Hins vegar var hann tilbúinn til að láta okkar hafa það og að sér þætti gaman ef þetta nafnið yrði notað á þennan hest. Hann sagði okkur að Álfarinn var nafn á landnámsmanni sem kom frá Noregi á sínum tíma og settist að á Snæfellsnesi.
Álfarinn er líklegast dregið af Álf og Örn og beygist eins og Þórarinn.
Álfarinn - Álfarin - Álfarni - Álfarins
Á hann kærar þakkir skilið og viljum við nota tækifærið og gefa honum toll undir folann næsta sumar.
Hér fyrir neðan birtum við myndir af Álfarni, en hann fór í hefðbundna myndatöku eins og synir Álfadísar gera þegar við sækjum þá úr uppeldinu fyrir austan þegar þeir eru tveggja vetra gamlir.
Myndir: Gangmyllan