Vakar frá Ketilsstöðum er 8 vetra gamall, rauðstjörnóttur með 8,25 í aðaleinkunn. Móðir hans er Vakning frá Ketilsstöðum, sem gerir hann að stóra bróður Brimnis. Vakning er undan Hrafni frá Holtsmúla og Snekkju frá Ketilsstöðum, en frekari upplýsingar um þær ættir er að finna í greinunum um Ljóna og Brimni.
Faðir hans er Brjánn frá Reykjavik, en hann er undan Hrynjanda frá Hrepphólum og Bertu frá Vatnsleysu, hér erum við komin inn á mjög áhugaverða klárhestaætt. Brjánn hefur orðið þýskur og Mið-Evrópskur meistari í fjórgangi og meðaleikunn hans i fjórgangsforkeppni miðað við þær upplýsingar sem ég hef er um 7,40. Systkini Brjáns að móðurinni til eru m.a. Filma frá Árbæ og Gauti frá Reykjavík, en undan Filmu er m.a hin flotta Telma frá Reykjavik með 8,26 í aðaleinkunn. Gauti er m.a. faðir Auðs frá Lundum og Sambers frá Ásbrú.
Vakar er háfættur ,vel gerður og myndarlegur klárhestur með tölti. Hann er efni í mikinn fjórgangara og hefur alla burði í að verða farsæll á keppnivelllinum.
Sköpulag: 8,0 8,0 9,0 8,5 8,0 8,0 9,0 7,0 8,28. Aðaleinkunn 8,25.
Hæfileika: 9,0 9,0 5,0 9,0 8,5 9,0 8,5 9,0 9,0 8,23
115 stig í kynbótamat .
Vakar, knapi: Max Olausson |
Myndir: Gangmyllan.