Við sýndum þessa hryssu í siðustu viku, hún heitir Hugrökk frá Ketilsstöðum og er 7 vetra gömul. Hún var sýnd 4 vetra í 8,18 og siðan er hún búin að eiga tvö folöld. Í vetur hefur hún verið í þjálfun og er að komast í form hægt og örugglega. Hryssan er gæðingur og aðaleinkunn var 8,27 þ.a 8,5 fyrir tölt og hægt tölt,brokk skeið, fegurð í reið og 9,0 fyrir vilja.Fyrir hæfileika hlaut hún 8,47, verður spennandi að sjá hvernig hún þróast næstu vikurnar. Móðir er Djörfung og Faðir Natan frá Ketilsstöðum. Knapi Elin Holst.
{gallery}Hugrokk og Elin 2018{/gallery}