• Gangmyllan er fyrirtæki sem Olil Amble og Bergur Jónsson stofnuðu i kringum hrossarækt, hestasölu og reiðkennsluna sína.
• Gangmyllan er staðsett í Syðri Gegnishólum í Flóhreppi , um 10 km. frá Selfossi.
• Í Syðri Gegnishólum búa Bergur Jónsson, Olil Amble og Brynja Amble Gísladóttir.
• Undir Gangmylluna sameinast Ketilstaðahrossin, ræktun Bergs Jónssonar og ræktun Olil Amble sem er kennd við Stangarholt, Selfoss og nú Syðri Gegnishóla.
• Víð bjóðum upp á að útvegum hesta eftir pöntun, hvort sem það eru kynbótahross, keppnishross eða reiðhestar.
• Bjóðum upp á margþætta kennslu, einkakennslu og hópkennslu á eigin hestum og einkakennslu á okkar hestum.
• Hér á heimasiðu okkar má finna ýmsar upplýsingar um fyrirtækið og okkur sem á bak við það standa.