Við erum ofboðslega glöð og stolt að sjá hversu vel Álfasteinn frá Selfossi stendur sig sem kynbotahestur, hvort sem er i kynbótadómi eða keppni. Álfasteinn er elsti sonur Álfadísar frá Selfossi fæddur 2001, faðir hans er Keilir frá Miðsitju. 10 vetra gamall náði Álfasteinn lágmörkum til heiðurverðlauna fyrir afkvæmi en mátti ekki taka víð þessari viðurkenningu sökum þess að hann var farinn úr landi, hversu skiljanlegt sem það er. Á Íslandi urðu aðeins til fimm árgangar undan honum, frá 2004 til og með 2008 árganginum sem taldi einungis 13 afkvæmi en Hafsteinn frá Vakursstöðum var einn þeirra. Álfasteinn fór til Danmerkur seinnipart sumars 2007.
Á nýafstöðnu Landsmóti sigraði Hafsteinn frá Vakursstöðum A-flokkinn og er það í annað sinn sem sonur Álfasteins sigrar þann flokk. Á Hellu 2014 sigraði Spuni frá Vesturkoti A-flokkinn , auk þess varð Spuni Íslandsmeistari í 5-gangi 2017 og hlaut Heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og Sleipnisbikarinn á nýafstöðnu Lansdmóti.
Í gær nákvæmlega, varð Toppur frá Auðsholtshjáleigu sonur hanns sænskur meistari í tölti T1.
{gallery}Alfasteins offsprings{/gallery}