Hér eru nokkrar myndir af vetur gömlu hrossunum sem verið er að ala upp á Ketilsstöðum. Þar er mikið til fjalllendi og birki skógur og ansi stórt svæði sem þau geta farið um. Þegar ég gekk af stað voru þau langt uppi í fjallinu en þegar ég var komin upp voru þau komin niður. Fyrsta myndin var tekin frá þeim stað sem ég sá að þau voru. Beitin er mikið meira en næg en tryppi eru á töluverðri ferð og í flottu standi.
{gallery}Veturgomul 2018{/gallery}