Þessi fallega hryssa er ein af okkar yngri ræktunnarhryssum og heitir Snekkja frá Ketilsstöðum. Hún fæddist árið 2009 og er undan Heiðursverðlauna hryssunni Ljónslöpp frá Ketilsstöðum og Alvari frá Syðri-Gegnishólum, Alvar drapst af slysförum aðeins 2 vetra gamall, hann var sonur Álfadísar frá Selfossi of Dalvars frá Ausholtshjáleigu. Í haust kom til tamningar hennar elsta afkvæmi, 3 vetra hryssa undan Trymbli frá Stóra-Ási.
Yngri systkini eru tveggja vetra jörp hryssa undan Frama frá Ketilsstöðum, vetur gamall fifilbleikstjörnóttur hestur undan Konsert frá Hofi og í sumar fæddist jarpur hestur undan Aðli frá Nýjabæ.
5 vetra gömul var Snekkja fjórða besta 5 vetra hryssan á LM 2014 á Gaddstaðaflötum með aðaleinkunn 8,41 og 8,5 fyrir flest öll atriði í hæfileikum, hæsta dóm hlaut hún 8,42 í aðaleinkunn þ.a 9,0 fyrir tölt. Snekkja hefur 123 stig í kynbótamati.
{gallery}Snekkja fra Ketilsstodum 2018{/gallery}