Vorum að nota góða veðrið til að hugsa um ræktunar hryssurnar. Vænting frá Ketilsstöðum er 26 vetra í vor og er nú fylfull að sínu 19 afkvæmi. Hún er í finu standi en eitthvað farin að éta hægt þannig að röspun var við hæfi.
Til gamans má geta að Vænting er með 113 stig í kynbótaspá, hún á sjö dæmd afkvæmi þar af eru 6 þeirra með 1. verðlaun. Frægastur þeirra er liklega Natan sem féll frá svo snemma en skilaði frábærum afkvæmum. Flest öll afkvæmin undan henni sem eru ósýnd, eru skemmtileg reiðhross.
{gallery}Hugad ad raektunarhryssum{/gallery}