Þetta er Gljátoppur frá Miðhrauni 4ra vetra gamall undan Sölku frá Stuðlum 8,26 og Álfarni frá Syðri-Gegnishólum. Litfallegur og efnilegur foli og ættir hans í mínum huga mjög spennandi, þar sem ömmur hanns eru Þerna frá Arnarhóli og Álfadís frá Selfossi. Jafnöldrurnar og heiðursverðlauna hryssurnar tvær sem voru í þriðja og öðru sæti í 4ra vetra flokki hryssna á LM2000.
Báðar hafa þær reynst miklar ræktunar hryssur og sýnist mér þessi foli ekki ætla að skemma neitt fyrir þeim.
Knapinn er Máni Hilmarsson, ræktandi er Ólafur Ólafsson á Miðhrauni. Eigendur eru Gísli Guðmundsson og Máni Hilmarsson.