Grýla og sonur hennar Strokkur undan Orra, hann er orðinn 4 vetra gamall og kemur væntanlega í dóm á Hellu. |
Grýla er undan Spurningu frá Kleifum og Kolfinni frá Kjarnholtum og er orðin 21vetra gömul.
Hún er auðvitað frægust fyrir að vera móðir Álfadísar frá Selfossi en í dag var önnur dóttir hennar að gera það gott,
en það er hún Aðaldís frá Syðri Gegnishólum. Aðaldís sem er 5 vetra gömul er undan Aðli frá Nýja Bæ sem er Adamssonur frá Meðalfelli þannig að hún og Álfadís eru meira en hálfsystur. Dóttursynir hennar þeir Álfasteinn og Álfur eru með fullt af góðum afkvæmum í Hafnarfirði. Barnabarnið hennar hann Gandálfur fór í flottan dóm og stendur eins og er í 8,44 Aðaldís hlaut í aðaleinkunn 8,27, þ.a 8,04 fyrir sköpulag og 8,42 fyrir kosti.
Myndir : Gangmyllan