• Jóhannes Stefánsson
    Jóhannes Stefánsson
  • Brynja and Vakar in Piaff
    Brynja and Vakar in Piaff
  • Ketilsstaðir
    Ketilsstaðir
  • Karen Rós
    Karen Rós
  • Ketilsstaðir
    Ketilsstaðir
  • Álfarinn frá Syðri Gegnishólum
    Álfarinn frá Syðri Gegnishólum
  • Freyja and Muggur
    Freyja and Muggur
  • Syðri Gegnishólar
    Syðri Gegnishólar
  • Tesla frá Ketilsstöðum born 2010
    Tesla frá Ketilsstöðum born 2010
  • Syðri Gegnishólar
    Syðri Gegnishólar
  • Freyja and Muggur
    Freyja and Muggur
  • Kira and Kraflar
    Kira and Kraflar
  • Álfasteinn and Hetta
    Álfasteinn and Hetta
  • Berglind and Brynja
    Berglind and Brynja
  • Ketilsstaðir
    Ketilsstaðir
  • Karen Rós, Álfadís and Olil
    Karen Rós, Álfadís and Olil
  • Beauty in the mist
    Beauty in the mist
  • Kira and Brynja
    Kira and Brynja
  • Álffinnur frá Syðri Gegnishólum
    Álffinnur frá Syðri Gegnishólum
  • Haukur and Hetta frá Ketilsstöðum
    Haukur and Hetta frá Ketilsstöðum
  • Bergur and Aðaldís frá Syðri Gegnishólum
    Bergur and Aðaldís frá Syðri Gegnishólum
  • Ketilsstaðir
    Ketilsstaðir
  • Ketilsstaðir/Syðri Gegnishólar
    Ketilsstaðir/Syðri Gegnishólar
  • Olil and Álfhildur frá Syðri Gegnishólum
    Olil and Álfhildur frá Syðri Gegnishólum
  • Brynja and Vakar frá Ketilsstöðum
    Brynja and Vakar frá Ketilsstöðum
  • Bergur and Aðaldís frá Syðri Gegnishólum
    Bergur and Aðaldís frá Syðri Gegnishólum
  • Ketilsstaðir
    Ketilsstaðir
  • Jónatan frá Syðri Gegnishólum
    Jónatan frá Syðri Gegnishólum
  • Ketilsstaðir
    Ketilsstaðir
  • Borba Clinic
    Borba Clinic
  • Olil and Védís frá Hellubæ
    Olil and Védís frá Hellubæ
  • Borba Clinic
    Borba Clinic
  • Tígur, son of Ljónslöpp and Álffinnur born 2010
    Tígur, son of Ljónslöpp and Álffinnur born 2010
  • Ketilsstaðir
    Ketilsstaðir
  • Offsprings of Álfur at Landsmót 2012
    Offsprings of Álfur at Landsmót 2012
  • Brynja and Berglind
    Brynja and Berglind
  • Sunset at Syðri Gegnishólar
    Sunset at Syðri Gegnishólar
  • Ketilsstaðir
    Ketilsstaðir
  • Bergur and Ljóni frá Ketilsstöðum
    Bergur and Ljóni frá Ketilsstöðum
  • Spurning frá Syðri Gegnishólum
    Spurning frá Syðri Gegnishólum
  • Haukur and Hetta frá Ketilsstöðum
    Haukur and Hetta frá Ketilsstöðum
  • Bergur and Bylgja frá Ketilsstöðum
    Bergur and Bylgja frá Ketilsstöðum
  • Freyja and Elin
    Freyja and Elin
  • Spes and Tesla frá Ketilsstöðum
    Spes and Tesla frá Ketilsstöðum
  • Bergur and Olil
    Bergur and Olil
  • Lokkur frá Syðri Gegnishólum
    Lokkur frá Syðri Gegnishólum
  • Breeders of the year 2010
    Breeders of the year 2010
  • Syðri Gegnishólar
    Syðri Gegnishólar
  • Birthday present
    Birthday present
  • Syðri Gegnishólar
    Syðri Gegnishólar
  • Ketilsstaðir
    Ketilsstaðir
  • Olil and Heilladís frá Syðri Gegnishólum
    Olil and Heilladís frá Syðri Gegnishólum
  • Álfadís
    Álfadís
  • Jón Bergsson
    Jón Bergsson
  • Freyja and Gormur frá Selfossi
    Freyja and Gormur frá Selfossi
  • Freyja and Gormur frá Selfossi
    Freyja and Gormur frá Selfossi
  • Breeders of the year 2010
    Breeders of the year 2010
  • Olil and Heilladís
    Olil and Heilladís
  • Álfur frá Selfossi
    Álfur frá Selfossi
  • Breeders of the year 2012
    Breeders of the year 2012
  • Álfadís mare of honor 2013
    Álfadís mare of honor 2013
  • Borba Clinic
    Borba Clinic
  • Bergur and Lilja Dís LM 2011
    Bergur and Lilja Dís LM 2011
  • Djörfung frá Ketilsstöðum
    Djörfung frá Ketilsstöðum
  • Olil and Gramur frá Syðri Gegnishólum
    Olil and Gramur frá Syðri Gegnishólum
  • Elin and Hugur frá Ketilsstöðum
    Elin and Hugur frá Ketilsstöðum
  • Elin og Frami 2016
    Elin og Frami 2016
  • Offsprings of Álfur at Landsmót 2012
    Offsprings of Álfur at Landsmót 2012
  • Bergur and Aðaldís frá Syðri Gegnishólum
    Bergur and Aðaldís frá Syðri Gegnishólum
  • Borba Clinic
    Borba Clinic
  • Olil and Álfhildur frá Syðri Gegnishólum
    Olil and Álfhildur frá Syðri Gegnishólum
  • Olil and Kraflar frá Ketilsstöðum
    Olil and Kraflar frá Ketilsstöðum
  • Vigdís Finnbogadóttir
    Vigdís Finnbogadóttir
  • Julio Borba
    Julio Borba
  • Lokkur frá Syðri Gegnishólum
    Lokkur frá Syðri Gegnishólum
  • Borba Clinic
    Borba Clinic
  • Friends
    Friends
  • Olil and Álfarinn frá Syðri Gegnishólum
    Olil and Álfarinn frá Syðri Gegnishólum
  • Álfadís mare of honor 2013
    Álfadís mare of honor 2013
  • Olil and Sprengja frá Ketilsstöðum
    Olil and Sprengja frá Ketilsstöðum
  • Olil and Tíbrá frá Ketilsstöðum
    Olil and Tíbrá frá Ketilsstöðum
  • Katla og Bergur
    Katla og Bergur
  • Bergur and Olil
    Bergur and Olil
  • Bergur and Ægir frá Ketilsstöðum
    Bergur and Ægir frá Ketilsstöðum
  • Bergur and Olil
    Bergur and Olil
  • Sólrún
    Sólrún
  • Dennis and Álfasteinn frá Selfossi
    Dennis and Álfasteinn frá Selfossi
  • Bergur and Álfasteinn frá Selfossi
    Bergur and Álfasteinn frá Selfossi
  • Ketilsstaðir
    Ketilsstaðir
  • Mothercare
    Mothercare
  • Wintertime
    Wintertime
  • Ófeig, Grábrá and Christina
    Ófeig, Grábrá and Christina
  • Hátign and Drift
    Hátign and Drift
  • Álfadís and Álfaklettur 2013
    Álfadís and Álfaklettur 2013
  • Natan frá Ketilsstöðum
    Natan frá Ketilsstöðum
  • Bergur and Gandálfur frá Selfossi
    Bergur and Gandálfur frá Selfossi
  • The queen :) Katla
    The queen :) Katla
  • Álfgrímur frá Syðri Gegnishólum
    Álfgrímur frá Syðri Gegnishólum
  • Bergur and Hugur frá Ketilsstöðum
    Bergur and Hugur frá Ketilsstöðum
  • Berglind and Simbi frá Ketilsstöðum
    Berglind and Simbi frá Ketilsstöðum
  • Borba Clinic
    Borba Clinic
  • Christina the owner and Olil the breeder
    Christina the owner and Olil the breeder
  • Sandra and Sirkus frá Syðri Gegnishólum
    Sandra and Sirkus frá Syðri Gegnishólum
  • Bergur and Olil
    Bergur and Olil
  • Tesla frá Ketilsstöðum
    Tesla frá Ketilsstöðum
  • Olil and Kraflar frá Ketilsstöðum
    Olil and Kraflar frá Ketilsstöðum
  • Álfur frá Selfossi
    Álfur frá Selfossi
  • Álfadís, Grýla and Heilladís
    Álfadís, Grýla and Heilladís
  • Borba Clinic
    Borba Clinic
07
Dec 08
Jón BergssonKveðja til Jóns Bergssonar á Ketilsstöðum. Fæddur: 25. júní 1933 - Dáinn: 23. júlí 2008.

Hestamannafélagið Freyfaxi var stofnað árið 1952. Einn af stofnfélögum þess var Jón Bergsson á Ketilsstöðum á Völlum. Jón tók virkan þátt í starfi félagsins frá byrjun. Hann var formaður þessi í nokkur ár, sat í stjórn um árabil og var margoft fulltrúi þess á ársþingum Landssambands hestamannafélaga. Hann var einnig í stjórn LH um nokkurt skeið. En þótt Jón tæki drjúgan þátt í félagsstarfinu og ræktaði þar með skyldur sínar við samfélagið, þá var það fyrst og síðast áhugi hans á hrossarækt sem dreif hann áfram.
Frá upphafi var það á stefnuskrá Freyfaxa að gangast fyrir kynbótum hrossa. Þar var Jón í lykilhhlutverki. Hann var í áratugi leiðtogi og ímynd hrossaræktar á Fljótsdalshéraði og Austurlandi, og mun verða lengi enn. Hrossaræktin var hugsjón sem hann kvikaði aldrei frá.

Frumkvöðull á landsvísu
„Ef ég einhverntíma dey,“ var setning sem Jón á Ketilssstöðum hafði á takteinum. Hún lýsir manninum; kímnigáfu hans og afstöðu til lífsins. Æðruleysi! Hann átti von á fimm folöldum þegar hann lést. Áralöng veikindi og lömun slógu hann ekki út af laginu. „Hvað ætlar þú að leiða margar í sumar?“ var spurning sem hann kastaði gjarnan á félaga sem heimsóttu hann á hjúkrunarheimilið, þar sem hann dvaldi síðustu æviárin. „Ég ætla að leiða fimm,“ sagði hann svo um hæl, þótt flest benti til að honum myndi ekki endast aldur til að sjá folöldin fæðast. Jón markaði djúp spor hvað varðar hrossarækt og hestamennsku, ekki bara á Austurlandi, heldur á landsvísu. Hann var frumkvöðull.

Hann var með þeim fyrstu til að hefja sérhæfðan hrossabúskap hér á landi. Hann var þó ekki einn á þeim tímapunkti, því sonur hans Bergur Jónsson var þá kominn til skjalanna, dugnaðarforkur til allra verka og með bestu reiðmönnum landsins. Það þótti ekki árennilegt á þeim tíma að setja allt sitt traust á „merarnar“. Það var engin meðgjöf í þeim búskap, hvorki beingreiðslur né trygg sala á afurðum. Það var heldur ekki eins og Ketilsstaðir væru í miðri hringiðu hestamennskunnar, langan veg frá því svæði þar sem hrossasölu er helst von. En þeir feðgar héldu sínu striki. Jón efaðist aldrei um þau verðmæti sem felast í íslenska hestinum og að hrossabúskapur gat vel orðið alvörubúgrein. Það er engin spurning að einurð og trúfesta Jóns á Ketilsstöðum við hugsjón sína hefur haft mikla þýðingu fyrir hestamennsku og hrossarækt á Austurlandi.

Ókrýndur leiðtogi
Jón var ókrýndur leiðtogi hestamanna á Austurlandi. Hrossin frá Ketisstöðum voru, og eru, í fremstu röð. Allir hestamenn í landinu vissu hver Jón á Ketilsstöðum var. Það var þó langt frá því að hann silgdi alltaf lygnan sjó. Það gustaði oft um hann. Hann var skapheitur, átti ættir til þess. Hann var ekki allra viðhlægjandi í þeim tilgangi að afla sér vinsælda. Hann hafði ákveðnar skoðanir og valdi orðum sínum ekki alltaf mildilegasta búninginn ef svo bar undir. En það var bara önnur hliðin á Jóni. Hin hliðin var full af húmor, stríðni, hlýju og trausti. Hann var sérlega skemmtilegur sögumaður og hafði sjálfur gaman að sögum. Í góðra vina hópi lék hann á alls oddi. Þegar hann hló streymdu tárin niður kinnarnar. Í fjölmenni var hann hlédrægari, sagði fátt en fylgdist vel með. Hann var elskaður af fjölskyldu sinni. Eldhúsið á Ketilsstöðum er samkomustaður eins og þeir gerast hlýlegastir og skemmtilegastir hjá íslenskri alþýðu. Það er í senn veitingastaður, fundarstaður og skemmtistaður. Þar ræður eiginkona Jóns, Elsa Þorsteinsdóttir ríkjum. Hestamenn hafa jafnan verið þar auðfúsugestir og margir eigum við þaðan góðar minningar: Ærslafullar, ljúfar, — og hestapólitískar!


Dýrmætur arfur
Jón Bergsson á Ketilsstöðum var fyrst og síðast hestamaður og hrossabóndi. Þótt hann byggi við blandaðan búskap lengst af, þá var það hrossaástríðan sem knúði hann áfram. Hann var fæddur og uppalinn í hestamanna fjölskyldu. Móðurafi hans, Hallgrímur Þórarinsson á Ketilsstöðum, var annálaður hestamaður og snilldar reiðmaður. Hallgrímur átti gæðinga. Þar á meðal Fálu 1286 frá Ketilsstöðum, sem var móðir Ljónslappar 1817 frá Ketilsstöðum, formóður Ketilsstaðahrossanna. Hvort tveggja tók Jón í arf frá afa sínum, reiðmennskuna og hrossin. Hann gat talið æviárin á fingrum annarrar handar þegar hann lagðist í ferðalög með afa sínum um sveitir Austurlands. Hallgrímur hafði þann starfa í mörg ár að mæla fyrir jarðarbótum hjá bændum á Austurlandi.

Hann fór oft um langan veg á hestum og túrarnir tóku stundum nokkra daga. Það fór það orð af honum að hann riði jafnan á viljugu og færi geyst. „Fála var andskotans voða mikið hross, mikil fjörhryssa og flott,“ sagði Ingimar Sveinsson á Hvanneyri, náfrændi Jóns, eitt sinn í viðtali. „Hún var ákaflega fim og það skipti engu máli hvernig veg hún fór, það var allt slétt fyrir henni.“ Ljónslöpp var lík móður sinni og fékk svipaða umsögn hjá þeim sem þekktu hana. Þegar Hallgrímur lést árið 1947 kom Ljónslöpp í hlut Jóns.

Grunnur sterkra stofna
Ljónslöpp var alltaf í fyrsta sæti í huga Jóns. Hún var besta hrossið sem hann komst á bak á um ævina. Það hefur að sjálfssögðu aukið gildi hennar í augum hins unga hestamanns á sínum tíma að hún var undan fyrsta reiðhestinum hans, Blesa frá Ketilsstöðum, sem hann fékk að gjöf sem folald frá Hallgrími afa. Bæði Fála og Blesi voru að mestu Skagfirskra ætta. Fála frá Uppsölum í Skagafirði og Blesi sonarsonur Sörla 71 frá Svaðastöðum. Undan Ljónslöpp fékk Jón nokkur afkvæmi. Þrjú þeirra lögðu grunninn að hrossaræktinni á Ketilsstöðum. Það voru hryssurnar Ljóska og Rauðka frá Ketilsstöðum, og stóðhesturinn Glói 582 frá Ketilsstöðum.

Öll voru þessi þrjú undan Lýsingi frá Voðmúlastöðum, sem var umdeildur stóðhestur á sínum tíma. Góðir reiðmenn mátu hann mikils. Jón var einn þeirra. Lýsingur var ör hestur og geðríkur. Hann hafði óhemju góða hófa og fætur, sem hann bar hærra en önnur hross í þá daga. Viljugur og úthaldsgóður svo af bar. Þessir eiginleikar hafa haldist sterkt í Ketilsstaðahrossunum. Önnur þáttaskil urðu í hrossaræktinni á Ketilsstöðum þegar Ófeigur frá Hvanneyri kom til sögunnar og stóðhesturinn Máni frá Ketilsstöðum varð til. Máni reyndist afburðavel í ræktuninni á Ketilsstöðum og fékk 1. Verðlaun fyrir afkvæmi aðeins níu vetra. Örfáir stóðhestar hafa náð þessum árangri svo ungir, þar á meðal eru Höfða-Gustur 923 frá Sauðárkróki og Sær frá Bakkakoti. Enginn stóðhestur undan Mána náði verulegum hæðum, en margar dætur hans hafa reynst góðar kynbótahryssur.

Helstu sigrar
Of langt mál væri að telja upp alla þá framúrskarandi gæðinga sem komið hafa frá hrossaræktarbúinu á Ketilsstöðum. Aðeins skal drepið á því helsta. Afkæmasýning Mána frá Ketilsstöðum á Fjórðungsmóti Austurlands á Fornustekkum 1984 og síðan á Landsmóti á Hellu 1986 markaði vissulega þáttaskil í sögu búsins. Afkvæmi hans voru án nokkurs efa í fremstu röð gæðinga á landsvísu. Hæst reis frægðarsól Ketilsstaðahrossanna hins vegar á Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum 1990. Þá varð efstur í A flokki gæðinga Muni frá Ketilsstöðum, sonur Mána. Muni var í eigu Hallgríms Bergssonar, bróður Jóns, sem hefur ræktað hross af sama meiði. Annað afkvæmi Mána, Hugmynd frá Ketilsstöðum varð í sjötta sæti.

Hugmynd hefur síðan sannað sig að vera ein af betri ræktunarhryssum landsins. Hún á sex afkvæmi með fyrstu verðlaun. Þar á meðal stóðhestinn Hjörvar frá Ketilsstöðum, sem h l a u t á sínum tíma 8,77 fyrir hæfileika, þar af einkunnina 10 fyrir skeið, sem er fágætt. Árið 1998 var gott ár hjá Ketilsstaðamönnum. Þá komu í kynbótadóm mörg góð ung hross frá búinu, þar á meðal Ljónslöpp (yngri) frá Ketilsstöðum, sem er móðir stóðhestsins Tjörva frá Ketilsstöðum. Þetta ár hlaut hrossaræktarbúið á Ketilsstöðum titilinn ræktunarbú ársins, valið af Bændasamtökum Íslands. Þriðji stóðhesturinn sem hefur sett verulegt mark á ræktunina á Ketilsstöðum er Gustur frá Hóli í Eyjafirði. Ketilsstaðamenn hafa verið einstaklega heppnir með þennan hest og fengið undan honum fjölda góðra hrossa.

Kærar þakkir
Ennþá eru hrossin frá Ketilsstöðum í fremstu röð. Síðustu árin hertu þeir feðgar, Jón og Bergur, tökin á vali ræktunargripa jafnt og þétt. Metnaður þeirra, framsýni og góður árangur hefur verið öðru ræktunarfólki á Austurlandi hvatning. Jón Bergsson sýndi það með ævistarfi sínu að þrautseigja og vilji er það sem til þarf. Hann var trúr sinni hugsjón og fylgdi henni til síðasta dags. Ofurtrú hans á íslenska hestinum og ræktun hans var þó á stundum talin óðs manns æði. Árið 2003 fór hann sína fyrstu og einu utanlandsferð um ævina. Það var á heimsmeistaramót íslenskra hesta, sem þá var haldið Danmörku. Hann átti ekki orð til að lýsa því sem fyrir augu bar. Þarna var íslenski hesturinn í öllum sínum dýrðarljóma. Þúsundir aðdáenda víðs vegar að úr heiminum voru þar saman komir til að hylla eftirlæti sitt. Umgjörðin og stemmningin var engu lík. Þetta var stórkostleg hátíð. Þarna sá hann hvað fólk átti við þegar talað er um að íslenski hesturinn sé besti íslenski ambassadorinn. Þegar hann hélt heim á leið var enginn efi lengur í hans huga. Hann sagði þá: „Það var gott að sjá þetta. Núna sé ég ekki eftir einni einustu mínútu sem ég hef eitt í hrossin um dagana.“ Hafðu þökk fyrir þitt ævistarf Jón Bergsson.

Stjórn og félagar í Hestamannafélaginu
Freyfaxa.

Select language by flag

Til Sölu

Hilbar Katla hnakkur

We have 64 guests and no members online