Dugur frá Ketilsstöðum fór í kynbótadóm í þessari viku og hlaut hann 8,12 í aðaleinkunn. Hann er fjögurra vetra gamall sonur Djörfungar og Ljóna frá Ketilsstöðum. Fyrir sköpulag hlaut hann 8,00 og fyrir hæfileika 8,20 þar af 8,5 fyrir tölt,vilja og fegurð í reið. Dugur er fimmta afkvæmi móður sinnar til að fara í kynbótadóm og þriðja þeirra til að fara í 1. verðlaun aðeins fjögurrra vetra. Við væntum mikils af honum í framtiðinni. Gaman er frá því að segja að báðar ömmur hans sem eru með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi, Ljónslöpp og Framkvæmd frá Ketilsstöðum. Svo er Álfadís frá Selfossi tvöföld langamma hans.
View the embedded image gallery online at:
https://gangmyllan.is/index.php/1126-nosottar-3#sigProId8178133150
https://gangmyllan.is/index.php/1126-nosottar-3#sigProId8178133150