Dugur frá Ketilsstöðum fór í kynbótadóm í þessari viku og hlaut hann 8,12 í aðaleinkunn. Hann er fjögurra vetra gamall sonur Djörfungar og Ljóna frá Ketilsstöðum. Fyrir sköpulag hlaut hann 8,00 og fyrir hæfileika 8,20 þar af 8,5 fyrir tölt,vilja og fegurð í reið. Dugur er fimmta afkvæmi móður sinnar til að fara í kynbótadóm og þriðja þeirra til að fara í 1. verðlaun aðeins fjögurrra vetra. Við væntum mikils af honum í framtiðinni. Gaman er frá því að segja að báðar ömmur hans sem eru með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi, Ljónslöpp og Framkvæmd frá Ketilsstöðum. Svo er Álfadís frá Selfossi tvöföld langamma hans.
{gallery}Dugur fra Ketilsstodum 2018{/gallery}