Þröstur frá Efri - Gegnishólum er á fjórða vetur, hann er sonur Hrannar frá Efri - Gegnishólum og Natans frá Ketilsstöðum. Hrönn er með 8,08 í aðaleinkunn og fékk þann dóm 6 vetra gömul. Hæstu einkunnnir fyrir hæfileika er 9,0 fyrir hægt tölt og fegurð í reið. Faðir Hrannar er Hrannar frá Höskuldsstöðum en hann var sonur Ófeigs frá Flugumýri. Eldri bróðir Þrastar er Örn frá Efri - Gegnishólum, en hann er staðsettur í Danmörku þar sem hann hlaut sinn hæsta dóm, 8,51 sjö vetra gamall. Þar af 9,0 fyrir tölt, fet, vilji og fegurð í reið og 9,5 fyrir hægt tölt. Fjögurra vetra gamall fékk hann hins vegar 8,23 í aðaleinkunn þar af 9.0 fyrir vilja og hægt tölt og 9,5 fyrir fet. Þröstur er efnilegur alhliðahestur í eigu Braga og Hildar í Efri - Gegnishólum.
Þröstur frá Efri - Gegnishólum, knapi Elin Holst, Mynd: Gangmyllan