Þessi mynd var tekin í sumar, hryssan sem Bergur heldur í heitir Ör og var aldrei tamin vegna meiðsla sem hún hlaut sem tryppi. Ör er undan Heiðursverðlauna hrossunum Framkvæmd frá Ketilsstöðum og Kjarval frá Sauðárkróki. Ör er að koma sterk inn sem ræktunnarhryssa hjá okkur og eru öll afkvæmin góð reiðhross og nokkur þeirra farin að standa sig vel í keppni. Hestfolaldið sem er með henni á myndinni er undan Álfgrími frá Syðri- Gegnishólum eigandi Esther Kapinga. Í sumar kom fram afar athyglisverður hestur undan henni og Sveini-Hervari frá Þúfu í Landeyjum, Gígur frá Ketilsstöðum. Hann er með 8,18 í aðaleinkunn í kynbótadómi, 4 vetra klárhestur, sem nú hefur verið seldur Ástu og Will Covert í USA.
{gallery}Or fra Ketilsstodum 2019{/gallery}