Þetta hestfolald fæddist 30. júní og er undan Ör frá Ketilsstöðum og Sveini-Hervari frá Þúfu. Hér er á ferðinni albróðir Gígs frá Ketilsstöðum en Gigur er að okkar mati gífurlega efnilegur klárhestur sem m.a. kom fram í fjögurra vetra flokki á LM í fyrra og hlaut þar 8,18 í aðaleinkunn. Meðan ég skrífa þetta er ég að gera mér grein fyrir því að það eru 20 ár siðan ég notaði Svein-Hervar í fyrsta sinn, var svo heilluð af honum að foladið var fædd áður en ég gerði mér grein fyrir því að hesturinn var ekki einu sinni með 1. verðlaun. Ég sá hann og hringdi í Vigni Siggeirsson, sem þá var knapi hans og spurði hvort ég mætti ekki koma og sjá hann og það var ekkert sjálfsagðara. Mér til mikillar ánægju var mér boðið á bak og þá var ekki aftur snúið. Núna finnst mér ekki komið vor fyrr en a.m.k eitt folald undan Sveini eða hans afkomenda líti hér dagsins ljós.
{gallery}Or og sonur 2019{/gallery}