Hlébarði frá Ketilsstöðum er 4 vetra gamall. fæddur 22 september. Han er undan Ljónslöpp frá Ketilsstöðum og Aron frá Strandarhöfða. Hann er stór hreyfingamikill og frábælega geðgóður alhliðahestur. Það hefur aldrei verið talið heppilegt að hryssur kasti seint á árinu, en Ljónslöpp náði einhvernveginn alltaf að draga það, alveg sama hvað var passað upp á hana, halda á folaldagangmáli, og Sleppa úr ári. T.d er Tjörvi og Ljóni fæddir i oktober, hún virtist vera innstillt á að kasta um haustin. Þannig að þegar Bergur var mættur með hryssuna undir hest i byrjun október leist nú ekki öllum vel á það. Halda hryssu i byrjun otóber með nyfætt folald með sér. Eitt vitnið að þessari athöfn leit á folalðið þar sem það hljóp á eftir hryssuna og sagði, " þvi skerið þið ekki folaldið strax, þetta verður aldrei annað en aumingi." Hef aldrei getað gleymt þessum orðum, en hesturinn mælist 145cm á stöng tæplega 4 ára gamall, læt nokkrar myndir fljóta með og dæmi hver fyrir sig.........