Nú eru að verða liðinn þrjú ár siðan við fluttum hingað i Syðri Gegnishóla og erum við að verða búin að búa þannig um að okkur að okkur er farið að liða reglulega vel hérna.
Það er meira en að segja það að kaupa jörð sem hefur verið rekinn með kúabúskap og breyta henni þannig að hún henti til hrossabúskapar.
Vélarskemmu var breytt i hesthús og búið er að innrétta bráðarbyrgðar hesthús i fjósinu, en til stendur með tið og tima að byggja annað hesthús og tengibyggingu að reiðhöllinni þannig að innanaðgengt verður þángað.
Seinnipartin í sumar var byrjað að mála allar byggingarnar og segja má að bærinn hafi breyst, þar sem skipt var um lit og breytt út frá hefðbundnum liti á sveitabæjum.
Sem stendur er verið að fylla jarðveg að ibúðarhúsinu og ganga frá öllu þvi tilheyrandi, næsta verk á dagsskrá verður eftir ótal vangaveltur að fella votheysturninn.
En það er alveg ótrúlegt hvað eru komnar margar uppástúngur um hvað mætti nýta hann i. Koniaksstofa,gistiaðstaða, útsynissturn, vita, auglysingaturn og svo framvegis. En okkur finnst samt liklegt að þegar kemur að þvi að við eigum efni að þvi að innrétta hann erum við svo gömul að við komumst ekki þángað upp..........
Það gékk á ymsu, kannski eru málarar bara i sama
áhætuflokki og tamningamenn. En þrátt fyrir einu óhappi
fór Bjarni létt með þetta. Svona er útkoman....