Jæja, nú kom að þvi þann 30/11 var votheysturnin felldur. Eftir ótal vangaveltur var hann látinn fara, enda að okkar mati mikið óprýði á bænum. Mér fannst hann gefa verksmiðjulegt útlit og ekki lengur nein not fyrir hann.
En á mánudaginn skyldi það gerast, Bragi og Haukur í Efri Gegnishólum mættu með gröfuna og þá er eins gott að vera ekki fyrir.
Það var grafið frá honum í þá áttina sem hann átti að falla og pikkað í hann og veiktur alveg niðri. Svo var reynt að toga hann niður með vírtóti. Það gékk nú ekki betur enn að vírin slitnaði og turninn stóð eins og alltaf. Þá var pikkað enn meira í hann og svo var ýtt víð honum þar til hann gaf eftir.
Wow! Það var vígaleg sjón, en ég búin að vera grimm á þvi að vera viðstödd því ég ætlaði að mynda og var mjög stressuð yfir þvi að myndavélin yrði rafmagnslaus eða ég myndi hreinlega ekki ná að staðsetja mig rétt til að ná sem bestum myndum. En ég þurfti ekki að hafa áhyggjur, það gekk eins og í sögu og ég náði þvílikri myndasyrpu sem mjög flott er að skoða í heild sinni. En hér læt ég fylgja mjög stutta útgáfu.