Í gær laugardaginn 6 mars fengum við skemmtilega heimsókn, en það var hrossaræktardeild Fáks og Limsfélagið sem lögðu land undir fót og komu í heimsókn hingað til okkar. Á að giska voru þetta 40-50 manns, hressir og skemmtilegir. Við sýndum við þeim aðstöðuna okkar , farið var yfir ættir hrossana og svo enduðum við á því að sýna þeim 5 hesta í reið. Fyrst sýndum við þeim tvo fola á fjórða vetri, þá Amazon frá Ketilsstöðum undan Natan frá Ketilsstöðum og Orku frá Gautavík og Gram frá Syðri Gegnishólum, undan Musku frá Stangarholti og Sveini Hervari frá Þúfu. Það eru efnilegir en ekki mikið gerðir folar. Svo sýndum við þeim Merg frá Selfossi sammæðra Gram en undan Gígjari frá Auðsholtshjáleigu og Hlébarða fra Ketilsstöðum undan Ljónslöpp frá Ketilsstöðum og Aron frá Strandarhöfða báðir á fimmta vetri. Síðan enduðum við á að sýna þeim Kraflar fra Ketilsstöðum sem er orðinn mikið gerður hestur. þetta endaði svo í þriggja tíma heimsókn og var hin skemmtilegasta í alla staði og þökkum við þeim fáksfélögum og Limsfélögum kærlega fyrir komuna.
Hrossaræktardeild Fáks og Limsfélagið. | |
Verið að skoða þá Amazon og Gram. | |
Ása á Merg og Bergur á Hlébarða. | |
Bergur og Hlébarði. | |
Ása og Mergur. | |
Olil og Kraflar. | |
Verið að skoða Amazon |