Í dag var farið með tvo síðustu hestana í dóm en það var Hlébarði frá Ketilsstöðum undan Ljónslöpp og Aroni frá Strandarhöfða, 5 v. sem er okkar ræktun. Hlébarði og Bergur stóðu sig vel og hækkaði hann dóminn sinn mikið, úr 7,93 í 8,24 í aðaleinkunn. Hlébarði er litli bróðir Ljóna en þeir eru sammæðra og að okkar mati mjög efnilegur fimmgangari, hann fékk m.a. 9,0 fyrir hægt tölt, tölt, fet og prúðleika.