Brimnir frá Ketilsstöðum er 5 vetra gamall, bleikálóttur að lit með 8, 45 í aðaleinkunn. Hann er undan Vakningu frá Ketilsstöðum sem er með 1.verðlaun og var efsta fjögurra vetra hryssna á FM á Austurlandi 1989 og hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á LM á Gaddstaðaflötum 2004. Vakning er undan Hrafni frá Holtsmúla og Snekkju frá Ketilsstöðum, sem gerir hana að hálfsystir Ljónslappar, móðir m.a Ljóna og Hlébarða. Ætt Snekkju er rekin í greininni um Ljóna og ætla ég að benda ykkur á að lesa það ef þið viljið fræðast eitthvað frekar.
Faðir Brimnis er Álfasteinn frá Selfossi, eins og Ljóni, þannig að hér er um að ræða bræður af 3/4. En upplýsingar um Álfastein frá Selfossi koma líka fram í greininni um Ljóna og finnst mér engin þörf á að endurtaka þær hér.
Brimnir er mjúkur og rúmur alhliðahestur, þjáll og vel viljugur. Hann tamdist mjög vel og hefur allt gengið eins og í sögu, alltaf verið í stöðugri þróun.
Brimnir verður í Áskoti í Ásahreppi í sumar og umsjónarmaður hans er Jakob Þórarinsson s.8656356.
Fram að þvi að hann fer í girðingu, er han í húsnotkun hér hjá okkur í Syðri Gegnishólum.
Bergur s. 8954417 og Olil s.8972935
Sköpulag: 8,0 8,0 8,0 8,5 9,0 7,5 8,5 8,0. 8,28
Hæfileika: 8,5 8,0 9,0 8,0 9,0 8,5 8,5 8,0 7,5. 8,56 Aðaleinkunn: 8,45.
126 i kynbótamat.